Flóahreppur ræður verkefnastjóra
Undir lok árs 2017 ákvað sveitarstjórn að ráða verkefnastjóra til þess að sinna undirbúningi við fyrirhugaða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu. Ákveðið var að ganga til samninga við verkefnastjórnunarfélagið Snerru ehf og verður Guðmundur Daníelsson tengiliður félagsins við sveitarstjóra og sveitarstjórn. Töluverð reynsla er innan félagsins við stjórn verkefna fyrir sveitarfélög landsins og má þar nefna sambærileg verkefni í Ásahreppi og Rangárþingi-ytra sem lauk nýverið við uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í dreifbýli sveitarfélagsins.
Guðmundur mun sinna daglegri umsýslu við verkefnið, vera tengiliður íbúa vegna upplýsingagjafar og halda sveitarstjóra og sveitarstjórn reglulega upplýstri um framgang. Tengiliður sveitarfélagsins er sveitarstjóri.
Guðmundur Daníelsson
verkefnastjóri, f.h. Flóahrepps