top of page

Hafa markaðsaðilar uppi áform um uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í Flóahreppi næstu 3 árin ?

Á 177. fundi sveitarstjórnar Flóahrepps, 14. september 2016 samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps eftirfarandi bókun:

Ljósleiðari:Rætt um mögulega ljósleiðaralagningu í Flóahreppi. Lögð fram eftirfarandi drög að texta í auglýsingu sem er forsenda þess að hægt sé að hefja framkvæmdir með litlum fyrirvara ef ekki koma athugasemdir.

 

“Lagning ljósleiðara í sveitarfélaginu Flóahreppi. Sveitarfélagið Flóahreppur telur mikilvægt að ljósleiðarkerfi verði komið upp sem fyrst í Flóahreppi. Því vinnur sveitarfélagið nú að gerð áætlunar um lagningu ljósleiðara á öll lögheimili á umræddu svæði. Vegna þessa er óskað eftir því að þeir aðilar sem hyggjast leggja ljósleiðara eða fara í aðrar fjárfestingar til að koma á háhraðanetttengingum á svæðinu á næstu þremur árum sendi sveitarfélaginu upplýsingar um það. Óskað er eftir því að upplýsingarnar berist á skrifstofu sveitarfélagsins, Þingborg 801 Selfoss fyrir 31.11.2016."

 

Samþykkt með 5 atkvæðum að birta auglýsinguna.

 

Að lokinni birtingu þessarar auglýsingar óskuðu 2 aðilar eftir samtali við sveitarfélagið, Gagnaveita Suðurlands og Míla. Ekki var um að ræða áform um lagningu ljósleiðara heldur vildu fyrirtækin láta vita af starfsemi sinni og áhuga á að veita íbúum í Flóahreppi þjónustu. Gagnaveitan til þess að minna á að fyrirtækið hefur verið að bæta þjónustu á svæðinu og Míla um hugsanlegt samstarf við Flóahrepp ef sveitarfélagið hyggðist fara í lagningu ljósleiðara.

bottom of page