top of page

Ísland ljóstengt verður til 

Fyrsta úthlutun á styrkjum til sveitarfélaga til uppbyggingu á fjarskiptainnviðum skv. reglum sjóðsins fór fram á fyrrihluta 2016. 

Þann 6. apríl opnaði Fjarskiptasjóður styrkumsóknir frá sveitarfélögum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar þeirra á ljósleiðarakerfum árið 2016 í verkefninu Ísland ljóstengt. 

Úthlutunin fór þannig fram að þau sveitarfélög sem buðust til að tengja sem flesta tengistaði fyrir lægstu upphæð á hvern tengistað hlaut styrk.

Landinu var skipt upp í nokkur svæði. Á suðursvæði stóðu til boða 145 milljónir króna og svo fór að Rangárþing eystra hlaut tæpar 27 milljónir og Rangárþing ytra hlaut það sem eftir stóð að þessu sinni af suðurlands pottinum.  Skaftárhreppur og sveitarfélagið Ölfus sóttu einnig um styrk í suðurlands pottinn en fengu ekki að þessu sinni.

bottom of page