Félagið Flóaljós stofnað
Á 195. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2017 var ákveðið að stofna félag vegna fyrirhugaðrar lagningu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu.
Í fundargerð fundarins segir m.a:
"Fyrirtækið sem sveitarstjórn felur að annast lagningu ljósleiðara í Flóahreppi mun heita Flóaljós og verður rekið sem deild innan sveitarfélagsins og því alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Sveitarstjórnin skal hafa yfirumsjón með Flóaljósi.
Bókhaldi Flóaljóss skal halda aðskildu frá bókhaldi sveitarfélagsins með skýrum hætti. Sveitarstjórn skal fylgjast með rekstri, bókhaldi og fjárhagsstöðu verkefnisins. Í samræmi við góðar reikningsskilavenjur skal fara fram árleg endurskoðun á bókhaldi verkefnisins.
Ljósleiðarakerfið verður alfarið í eigu sveitarfélagsins."
Þann 22. janúar 2018 barst tilkynning frá Ríkisskattstjóra um að félagið Flóaljós kt. 490118-0980 með aðsetur að Þingborg, 801 Selfossi væri komið á virðisaukaskattsskrá.