top of page
Endurskoðun hönnunar 2017

Árið 2017 óskaði sveitarstjórn eftir því að verkfræðistofan Efla uppfærði áætlunina frá árinu 2012.  Helstu niðurstöðu eru hér að neðan:

"Frá því að upphaflega skýrslan fyrir Flóahrepp var gerð árið 2012 hafa átt sér stað breytingar á verðlagi og efniskostnaði. Skýrslan frá því 2012 hefur verið endurskoðuð með tilliti til þessa og kostnaðaráætlun uppfærð. Í skýrslunni er lögð fram forhönnun og frumkostnaðaráætlun á ljósleiðarakerfi fyrir Flóahrepp. Áætlunin miðar að því að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús og fyrirtæki sveitarfélagsins". 

Niðurstaða þessara skýrslu er að heildarkostnaður kerfisins lækkar frá fyrri skýrslu úr 307milljónum króna í 245 milljónir.

bottom of page