Útbúin hefur verið verkefnasíða þar sem helstu upplýsingar um verkefnið koma fram. Heimasíðunni er ætlað að vera vettvangur til þess að veita íbúum og öðrum áhugasömum aðilum um lagningu á ljósleiðara í Flóahreppi nýjustu upplýsingar hverju sinni. Á síðunni er að finna umsóknar eiðublöð fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir til verkefnastjóra verkefnisins. Síðast en ekki síst hefur ýmsum spurningum og svörum við þeim verið safnað saman er snúa að verkefninu.
Comments