Það ríkir eftirvænting hjá fulltrúum fjarskiptafélaga að mæta í Félagslund og hitta íbúa Flóahrepps og aðra sem valið hafa að tengjast ljósleiðarakerfi Flóaljóss. Fulltrúar fjarskiptafélaganna mæta til leiks til þess að kynna þá þjónustu sem verður í boði um ljósleiðarann. Fjarskiptafélögin Hringdu, Gagnaveita Suðurlands, Vodafone og Síminn hafa staðfest komu sína í Félagslund á miðvikudaginn. Það verður því úr nægu að moða og full ástæða til þess að hvetja þá sem tök hafa á að kíkja við í Félagslundi milli klukkan 15 og 19 á miðvikudaginn og spjalla við fulltrúa fjarskiptafélaga.
Comments