top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Miður mars - hvernig gengur ?

Í síðasta pistli var gerð grein fyrir áfangaskiptingu verksins og hér eftir er átt við þá áfangaskiptingu sem þar er tilgreind þegar rætt er um stöðu mála í hverjum áfanga fyrir sig. Vinnu við áfanga 1 og 2 er lokið og áfangi númer 3 er á lokametrunum. Veturinn, með frosti og þýðu veldur því að þar sem þungar vélar fara um kann vel að vera að það sjáist ummerki. Við viljum gjarnan heyra frá þeim sem hafa ábendingar um staði þar sem lagfæra þarf yfirborð. Slíkt má tilkynna til Sævars Eiríkssonar, eftirlitsmans verksins, í síma 891 8853.

Næstu áfangar í röðinni eru áfanga 5 og 8. Vinna er hafin í áfanga 5 og á næstu dögum hefst jarðvinna í áfanga 8. Við áætlum að vinnu við áfanga 5 og 8 verði lokið í fyrstu viku af apríl. Þegar þessum fimm áföngum er lokið, þ.e. áföngum 1,2,3,5 og 8 verða tiltekin kaflaskil í verkefninu. Fimm af tíu áföngum verður þá lokið og verkið þar með hálfnað, en það sem einnig skiptir máli er að þá verður lagningu á öllum strengjum sem tengjast inn í kerfismiðjuna í Þingborg lokið. Þar með verður hægt að hefjast handa við að ganga frá strengendum í kerfismiðjunni og undirbúa notkun á kerfinu.


62 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page