top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Hvenær get ég tengst ?

Vinnu við áfanga 7 er lokið. Áfangi 9 og áfangi 10 eru á lokametrum í framkvæmdum. Verktakinn okkar hefur flutt hluta af sínum tækjakosti yfir í síðasta áfanga verksins sem er áfangi 6 og liggur norðan við þjóðveg 1, annars vegar að Stóru-Ármótum og hins vegar að Oddgeirshólum.

Nokkrir þættir þurfa nú að smella saman til þess að þið getið pantað ykkur fjarskiptaþjónustu.


Í fyrsta lagi þurfa fjarskiptafélögin að setja upp sinn búnað í Þingborg og tengja hann við fjarskiptakerfi umheimsins. Unnið er hörðum höndum að því þessa dagana. Hvort þeirri vinnu lýkur fyrir eða eftir helgina vitum við ekki. Þá prófa fjarskiptafélögin tengingar sínar gagnvart umheiminum áður en notendur verða tengdir við þann búnað.


Í öðru lagi þarf að mæla. Áður en fjarskiptaþjónustu er hleypt á ljósleiðarann viljum við vera viss, og hafa haldbær gögn, um gæði hvers einasta ljósþráðar í kerfinu. Til þess að svo megi verða er verktakinn okkar nú í óða önn að heimsækja heimili og fyrirtæki og framkvæma lokamælingu á hverjum þræði frá tengistað og inn í tengimiðjuna í Þingborg.


Í þriðja lagi þurfa fjarskiptafélögin að skrá alla tengda staði í sín sölukerfi þannig að þegar þið hringið og óskið eftir þjónustu gangi eftirleikurinn auðveldlega fyrir sig.


Þar sem við áfangarnir tínast inn hver á fætur öðrum getur verið gott að rifja upp og finna út hvaða áfanga hver og einn tilheyrir.



Unnið er að öllum þessum þáttum þessa dagana og fyrstu tengistaðir verða tilbúnir, skráðir og mældir innan fárra daga. Við setjum að sjálfsögðu tilkynningu hér á síðuna um leið og tilteknir áfangar eru tilbúnir og við höfum yfirfarið mælingarnar.

Í næsta pistli förum við stuttlega yfir það hvernig pöntunarferlið fer fram, þ.e. hvað gerist eftir að þið hafið pantað ykkur þjónustu þar til að þið eruð komin í samband.

169 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page