top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Hvaða áfanga tilheyrir ég ?

Nú þegar skriður eru kominn á framkvæmdir og hver áfanginn klárast á fætur öðrum vaknar spurningin oftar, í hvaða áfanga er ég og um hvað snýst þessi áfangaskipting í verkinu? Skemmst er frá því að segja að áfangar í verkinu eru 10 talsins. Þessi áfangaskipting hefur skýrskotun í útboðsgögn og leikur hlutverk í framgangi verksins. Númeraröð áfanga hefur hins vegar ekkert með það að gera í hvaða röð þeir eru unnir né, þar af leiðandi, hvenær tengistaðir verða tilbúnir. Númer áfanganna er því eingöngu til þess að greina þá frá hvor öðrum. Það getur þó bæði verið fróðlegt og skemmtilegt að vita hvaða áfanga hver og einn tilheyrir og hér fyrir neðan er skýringamynd sem gefur til kynna hvernig áfangaskiptingin er. Eins og áður hefur komið fram ræður verktaki vinnsluröð áfanga og hefur heimild til þess að óska eftir breytingu á þeirri uppröðun hverju sinni.

Yfirlit yfir áfangaskiptingu við uppbyggingu Flóaljóss

98 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page