top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Framkvæmdir við fyrsta áfanga vel á veg komnar

Lagning á ljósleiðararör við fyrsta áfanga af tíu í verkefninu okkar eru vel á veg komnar. Unnið er frá morgni til kvölds að því að nýta farsælt veðurfar og koma sem flestum metrum af rörum í jörð. Fyrsti áfangi verkefnisins felst í að koma á tengingu frá Selfossi að Þingborg ásamt tengingu við þá tengistaði sem tilheyra fyrsta verkáfanga. Í framhaldi af áfanga 1 verður haldið af stað í áfanga 2. Sá áfangi liggur frá Þingborg, meðfram þjóðvegi 1 að Þjórsárbrú ásamt þeim tengistöðum sem eru á þessari leið, m.a. að landamerkjum við Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Það er von okkar að vinnu við þessa tvo fyrstu áfanga verkefnsins verði lokið fyrir áramót. Það er ánægjulegt að eigendur annarra staða en skilgreindra tengistaða (heimili og fyrirtæki) hafa tekið vel við sér og sýna því aukinn áhuga á að grípa tækifærið og vera með í verkefninu. Eins og fram kemur í Spurt og svarað stendur öllum til boða að taka þátttaka í verkefninu og það má merkja vitundarvakningu um gildi þess að hafa þráðbundna áreiðanlega háhraðatengingu til staðar hjá sér hvort sem um ræðir í sumarhús, fyrirhuguð hús eða aðrar byggingar. Leiða má líkur að því að lagning á innviðum sem þessum verði ekki endurtekin næstu áratugina og því gleðiefni hversu margir sýna því skilning og velja að vera með nú. Ef spurningar vakna um mögulega þátttöku og kostnað við það er bent á upplýsingar hér á síðunni. Eins er velkomið að hafa samband við Guðmund Daníelsson verkefnastjóra verkefnisins f.h. Flóahrepps með tölvupósti á netfangið gudmundur@snerra.com eða í síma 863 4106.


142 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page