Það er komið að sögulegri stund. Fyrsti notandinn í ljósleiðararkerfi Flóaljóss tengist brátt. Hvort hann verður innan áfanga 1, 2 eða 9 gildir einu. Það er ánægjulegt að tilkynna að þeir sem tilheyra þessum áföngum geta nú pantað sér fjarskiptaþjónustu og átt von á heimsókn frá sinni þjónustuveitu á næstu dögum. Fjarskiptafélögum hefur verið send tilkynning þessa efnis. Hvað gerist næst ? Til þess að fá svar við þessari spurning er bent á "Spurt og svarað" hér á síðunni. Þar er flipi sem heitir "Um þjónustuveitur" og talsverðan fróðleik að finna um næstu skref.
Þó ert vert að nefna að þegar fjarskiptaþjónusta er pöntuð er lykilatriði að hafa LL númerið sem stendur á inntaksboxi ljósleiðarans við hendina. Þetta er einkenni ykkar tengingar og tryggir að þið pantið nú örugglega tengingu á réttan stað. Númerið er á þessu formi: LLxxx.Txx.xx. Gæti til dæmis verið LL110.T84.04.
Í næstu viku bætast fleiri áfangar í hópinn og verður sett inn tilkynning þess efnis jafnóðum. Án þess að lofa of miklu þá gerum við ráð fyrir því að allir áfangar verði tilbúnir á næstu tveimur vikum. Þeir sem ekki vita hvaða áfanga þeir tilheyra geta stuðst við myndina sem fylgir.
Comments