top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Verkfundagerðir og framkvæmdir

Framkvæmdir við lagningu á ljósleiðarakerfinu okkar eru að hefjast. Verktakar eru komnir með tækin sín á staðinn og efni til verksins berst nú í gámavís. Formlegir verkfundir eru fylgifiskur verklegra framkvæmda. Á verkfundum er farið yfir framgang verksins hverju sinni og mál sem krefjast úrvinnslu rædd. Til þess að auka líkur á sameiginlegum skilningi á umræðum og niðurstöðum slíkra funda eru haldnar fundargerðir sem þeir sem sátu fundinn samþykkja með formlegum hætti. Þessar fundargerðir varpa því m.a. ljósi á stöðu verksins á hverjum tíma. Þessar fundargerðir verða birtar hér á síðunni fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast náið með framgangi.

.

96 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page