top of page
Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Vel heppnaður íbúafundur




Verkefnissstjórinn Guðmundur Daníelsson lýsti verkferlum og úrvinnslu verkefna sem fylgja því að tengja öll heimili í Flóahreppi sem þess óska við ljósleiðara. Þátttaka í verkefninu er mjög góð og eru umsóknir enn að berast. Kynnt var heimasíða verkefnisins þar sem hægt er að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem vakna á verktímanum. Þar er byggt á reynslu sambærilegra verkefna í nágrannasveitarfélögum. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir beint á verkefnisstjórnann í gegnum síðuna. Fundurinn var vel sóttur og fram komu áhugaverðar athugasemdir og spurningar frá þátttakendum eftir að framsögu og kynningu lauk.


67 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

コメント


bottom of page