Jarðvinnu við áfanga 4 er lokið og verið er að blása ljósleiðarastrengjum í rör og ganga frá ljósþráðum inn á tengistöðum. Áfangi 7 er einnig langt kominn og vonir standa til að vinnu við áfangann ljúki um miðjan maí. Samvæmt verkáætlun verktakans okkar er áfangi 9 næstu á dagskrá. Innan áfanga 9 eru meðal annars Gegnishólapartur, hverfið við Brandshús og Lækjarbakki. Eftir að áfanga 9 er lokið hefst vinna við áfanga 10. Áfangi 10 liggur meðfram Gaulverjarbæjarvegi að þjóðvegi 1. Þar með er einn áfangi eftir sem er áfangi 6, þ.e. norðan við þjóðveg 1. Vinna í tengimiðju kerfisins að Þingborg er einnig í fullum gangi þessa dagana. Búið er að setja upp fjarskiptaskápa í rýminu og senn líður að því að fjarskiptafélög setji upp sinn búnað í rýminu.
top of page
bottom of page
Comments