top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Kynningafundur miðvikudaginn 22. maí í Félagslundi

Þessa dagana er unnið að því að ljúka uppsetningu á skápum og búnaði í kerfismiðjunni á Þingborg. í kerfismiðjunni er jú "hinn endinn" á öllum þeim hundruða ljósþráða sem liðast um sveitarfélagið og enda í húsunum ykkar. Samtímis er unnið við að ljúka áfangum 7 og 9 og á allra næstu dögum hefst vinna við næst síðasta áfanga verksins, áfanga 10.


Þá er ekki úr vegi að huga að þjónustuveitum og því hlutverki sem þær gegna. Um þjónustuveitur er hægt að fræðast hér en til þess að fá nánari upplýsingar, verð og þjónustuframboð hefur verið ákveðið að bjóða upp á opið hús miðvikudaginn 22. maí nk.

Opið hús – fjarskiptafélög kynna þjónustu sína. Miðvikudaginn 22. maí verður opið hús með þjónustuveitum í

Félagslundi milli kl. 15:00-19:00. Þar munu fjarskiptafélög kynna þjónustu og vöruframboð sitt sem verður í boði á nýja ljósleiðarkerfi Flóaljóss. Fulltrúar Flóaljóss verða einnig á staðnum og veita fúslega svör við þeim spurningum sem kunna að brenna á íbúum. Allir eru velkomnir að koma og kynna sér hvað í boði er hjá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki varðandi hinar ýmsu lausnir; ljósleiðara, net, sjónvarp, farsíma og fleira. Um er að ræða vettvang þar sem kjörið tækifæri gefst til þess að ræða í rólegheitunum beint við fulltrúa fjarskiptafélaga, spá og spekulera í hinum ýmsu lausnum.

Hlökkum til að sjá ykkur.


39 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page