top of page
  • Guðmundur Daníelsson

Framkvæmdir við áfanga 10 á lokastigi

Verklegum framkvæmdum við áfanga 9 er lokið. Unnið er jafnharðan að blæstri strengja og tengingu á honum í áfanga 10 og svo lagningu á heimtaugum í áfanga 6, sem er jú síðasti áfangi verksins. Fjarskiptafélögin eru búin að setja upp sinn fjarskiptabúnað í Þingborg svo að það líður senn að því að notendur geti tengst kerfinu. Verktakinn okkar stendur í ströngu við mælingar á þráðum eins og fram hefur komið. Kröfur til mælinga í útboðsgögnum eru miklar. Það er ekki af ástæðu lausu. Endurnýjun á innviðum fjarskipta er ekki bráðabirgða framkvæmd til að bregðast við brýnni þörf. Nýir innviðir, þ.e. ljósleiðarakerfið á að endast í áratugi og þjóna allri þeirri fjarskiptaþörf sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Mælingar á fyrstu áföngum verksins, sem verktaki hefur skilað inn voru ekki samþykktar að öllu leiti og því er nauðsynlegt að endurtaka hluta þeirra aftur. Hér togast á tvö sterk öfl. Annars vegar að fá í hendur gögn sem sýna fram á að hver einasti þráður í kerfinu er í topplagi og hins vegar, það sem notendur bíða spenntastir eftir, að hleypa fjarskiptaumferð um þræðina. Við vonum að íbúar og aðrir þátttakendur í kerfinu sýni því skilning að við viljum standa vel að verki þó svo að það kunni að dragast um fáeina daga að fjarskiptaumferð fljóti um straumana. Rétt er að taka fram að það er ekkert sem bendir til annars en að kerfið sé í topplagi. Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir benda einmitt til þess að svo sé. Við viljum einfaldlega vera viss og sjá að svo sé með niðurstöðum mælinga.

Unnið að tengingum í áfanga 10

51 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page