Á 209. fundi sveitarstjórnar tók sveitarstjórn til afgreiðslu málefni innkaupa á efni í fyrirhugaða ljósleiðaralagningu. Okkur bárust mörg afar áhugaverð tilboð og tók sveitarstjórn ákvörðun um eftirfarandi innkaup:
Ljósleiðarastrengir og götuskápar frá Smith og Norland
Ljósleiðararör frá Emtelle
Aðvörunarborða og merkistikur frá SET
Tengibrunna, tengitunnur og tengihillur frá Lýsir
Inntaksbox á heimili frá Ískraft
Nánar um afgreiðslu sveitarstjórnar má sjá á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins www.floahreppur.is
Comments