top of page
Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Áfangi 4 er næstur á dagskrá

Vinna við áfanga 4 er hafin og jarðvinnutæki skriðin af stað frá Flóaskóla í átt að Syðri-Völlum. Til upprifjunar þá afmarkast áfangi fjögur af Syðri-Völlum til vesturs auk þess sem Vallarhjáleiga, Vorsabæjartorfan, Sviðugarðar og Seljatunga tilheyra áfanganum.

Áfanga 5 er lokið og áfangi 8 er á loka metrum. Að áfanga 4 loknum tekur áfangi 7 við. Áfangi 7 liggur niður með Þjórsá og meðfram ströndinni að Tjarnastöðum. Samkvæmt verkáætlun verður áfanga 7 lokið um miðjan maí.

Um miðjan maí fer að draga til verulegra tíðanda í verkefninu og við nálgumst það að fyrstu heimilin tengjast kerfinu. Þá verður áföngum 1, 2, 3, 4, 5, 7 og 8 lokið. Eins og fram kom í síðasta pistli verða einnig allir stofnstrengir komnir inn í tengimiðjuna á Þingborg. Íbúar þessara áfanga geta því farið að undirbúa það að fá þjónustu um ljósleiðarann.

Við þau tímamót geta ýmsar spurningar vaknað, svo sem „Skiptir máli við hvaða þjónustuveitu ég versla ?“ Það gæti því verið klógt að líta yfir algengar spurningar og svör við þeim sem t.d. er að finna hér. Undir flipanum „Um þjónustuveitur“ er að finna ýmsan fróðleik sem einmitt á við þegar velja á fjarskiptafélag til að versla við.

Fjarskiptafélög vilja ólm selja ykkur þjónustu um nýja ljósleiðarakerfið. Eins gæti verið áhugavert að fá upplýsinga um vöruframboð og verð sem þau ætla að bjóða íbúum Flóahrepps. Til þess að spyrja slíkra spurninga og vonandi fá svör, verður fulltrúum fjarskiptafélögum boðið að mæta á svæðið og hitta íbúa. Tímasetning á þessum viðburði verður auglýst síðar en það er óhætt að undirbúa þær spurningar sem brenn á, og snúa að þjónustunni sem vænta má að þjónustuveitur bjóði upp á.

.

83 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle

Comments


bottom of page