top of page
  • Forfatters billedeGuðmundur Daníelsson

Á annað hundrað notendur tengdir

Kæru notendur ljósleiðarakerfis Fljóaljóss. Nú er vika liðin frá því að allir áfangar voru opnaðir til tenginga. Þjónustufyrirtækin keppast við að setja upp endabúnað hjá sínum viðskiptavinum og eðli málsins samkvæmt tekur það nokkurn tíma. Á annað hundrað notendur í Flóahreppi hafa nú þegar fengið heimsókn frá sinni þjónustuveitu og geta notið þeirra gæða sem ljósleiðarakerfið býður upp á um verslunarmannahelgina og vonandi um langa framtíð. Mjög fá vandamál hafa komið upp. Helst hefur borið á því að notendur hafa pantað þjónustu frá fleiri en einni þjónustuveitu. Góð samskipti við fjarskiptafélögin hafa leitt til þess að slík mál fá farsælan endi, hratt og örugglega.


82 visninger0 kommentarer

Seneste blogindlæg

Se alle
bottom of page